139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[16:02]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég kýs eins og fleiri að koma upp undir þessum lið og nefna það að í því mikla efnahagshruni sem við höfum staðið frammi fyrir og erum að vinna okkur út úr núna, með þeirri efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar um að ætla að ná jöfnuði í fjármálum 2013 og sjálfbærni í ríkisfjármálunum, séu fjárlög næsta árs, 2011, þau erfiðustu sem við munum ganga í gegnum. Það var mjög erfitt fyrir fyrrverandi heilbrigðisráðherra að fá það hlutverk að vera innan þess ramma að skera niður um 4,7%, 4,8 milljarða kr., á næsta ári enda kom fram í frumvarpinu að það yrði endurskoðað milli 2. og 3. umr. Það er verið að gera það, það er vel og ég vitna til þeirra atkvæðaskýringa sem hér hafa verið fluttar og til (Forseti hringir.) ræðu minnar í gær við útskýringar á því hvernig farið var í þetta.