139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[17:12]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að veita ótakmarkaða heimild eins og kom fram rétt áðan. Hins vegar höfum við áður haft þetta mál til umræðu í fjárlaganefnd og þá var sagt að í rauninni ætti ekki að nota neitt af fé almennings vegna undirbúnings byggingarinnar. Nú er það brostið og hér er verið að leggja til skammtímalán vegna leigu á lóðum, nokkuð sem átti að vera sjálffellt.

Ég held að við þurfum að endurskoða ákvörðunina í heild sinni. Það liggur líka fyrir núna að það á ekki að ráðast í samgöngumiðstöð. Borgaryfirvöld hafa rætt um að þau vilji sjá Reykjavíkurflugvöll burtu af svæðinu og þar með eru að mínu mati forsendur þess að nýr háskólaspítali verði reistur á þessu svæði brostnar. Ég vona að þetta verði rætt á faglegum grundvelli í fjárlaganefnd.