139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:38]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Með þá von í brjósti að það sé hægt að vekja von hjá Íslendingum höfum við lagt til að skattlagður verði fyrir fram hluti séreignarsparnaðarins upp á 40 milljarða kr. Við göngum ekki eins langt og sjálfstæðismenn, enda höfum við ekki heldur tekið undir þær tillögur að hér eigi ekki að leggja á neina skatta. Þetta er hófleg og skynsamleg miðjustefna sem mundi gera það að verkum að kreppan yrði ekki eins djúp og þessi ríkisstjórn virðist ætla að bjóða upp á.