139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[12:59]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Atkvæðaskýringarnar í þessu máli sýna svo ekki verður um villst að við eigum eftir að ræða þetta mál miklu betur. Það er afskaplega óskynsamlegt að fara í vegferð eins og þessa án þess að menn séu búnir að hugsa þetta alla leið. Eitt af því sem við verðum að skoða og ræða af fullri einurð er forgangsröðun í vegamálum. Ætlum við að setja umferðaröryggi í forgang eða ekki?

Við vorum að sjá fréttir af því, virðulegi forseti, að alvarlegum umferðarslysum á fólki hefur fjölgað um tugi prósenta. Ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur hvað það þýðir. Það er hins vegar ljóst að miðað við þær litlu upplýsingar sem hafa komið fram um þessi verkefni erum við ekki að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og það er óásættanlegt.