139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[15:26]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Álit nefndar um Sólheima, um málefni fatlaðra, þar sem tekið er fram að tryggja eigi reksturinn ætti að vera fullnægjandi og verður það vonandi.

Ég gerði heiðarlega tilraun og lagði fram tillögu sem ég hefði talið hyggilegri til að eyða tortryggni í þessum farvegi, tortryggni sem hefur verið um áratugaskeið. Að öðru leyti gengur málið fram og það verður verkefni að fylgja því eftir.

Ég minni á að hluti af vandamálinu er að við fjárlög sl. árs voru fjárframlög til Sólheima skert um 11–12 milljónir umfram aðrar stofnanir. Sú skerðing kemur aftur inn núna þannig að hún er orðin tvöföld. Þetta þarf að draga til baka í þeim samningum sem fram undan eru. Í trausti þess að það verði gert er hægt að styðja frumvarpið í heild því að allir verða að sitja við sama borð.

Ég sat uppi með það í tillögu minni að vera sá laxinn sem fyrstur kleif árniðinn en það er ekkert nýtt. (Forseti hringir.) Ég vona að þetta gangi fram og menn fylgi þessum þáttum eftir af mikilli (Forseti hringir.) einurð í einu og öllu.