139. löggjafarþing — 53. fundur,  17. des. 2010.

vextir og verðtrygging o.fl.

206. mál
[23:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla mér ekki þá dul að svara fyrir hvert einstakt atriði í greinargerð með þessu frumvarpi. Það hlýtur hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra að gera.

Það sem ég mælti fyrir er nefndarálit meiri hluta efnahags- og skattanefndar. Eins og ég sagði áðan leggur nefndin til að sérákvæði sem er að finna í 1. gr. varðandi fyrirtæki verði fellt úr frumvarpinu með vísan til þess sem ég sagði og er að finna í álitum Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og til þeirra aðgerða sem nú er verið að grípa til til þess að leysa úr skuldavanda fyrirtækja í landinu. Það á líka við um þau fyrirtæki sem hv. þingmaður nefndi.