139. löggjafarþing — 54. fundur,  18. des. 2010.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

200. mál
[10:08]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrir þinginu liggja tveir skattabandormar. Þetta er sá fyrri. Þetta er sá sem leggur auknar álögur á fyrirtækin og fólkið, þetta er sá sem mun hækka vísitöluna og þar með lánin hjá fólki, þetta er sá sem við verðum að leggjast gegn.

Hinn bandormurinn sem kemur til atkvæðagreiðslu á eftir felur í sér nokkur framfaramál og þarf að taka afstöðu til hans eftir einstökum liðum, en þessi er einfaldlega vondur frá upphafi til enda og við munum leggjast gegn honum.