139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

grunsemdir um njósnir á Alþingi.

[10:47]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að hún fundaði með forsætisnefnd fyrir þingfund og mun gera það áfram í hádeginu og síðan með þingflokksformönnum og mun gera þinginu grein fyrir málinu kl. 2. Það er rétt sem kom fram í máli hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur að það hefur ekkert komið fram um að farið hafi verið inn í kerfi þingsins eða nokkuð þaðan tekið. Það er einnig rétt og ég vil staðfesta það að hér fannst tölva sem var tengd við tölvukerfi þingsins fyrir tæpu ári og það var farið til lögreglunnar og hún rannsakaði málið. Ég hvet þingmenn til að bíða þess að forseti geri þinginu grein fyrir málinu síðdegis í dag.