139. löggjafarþing — 62. fundur,  20. jan. 2011.

grunsemdir um njósnir á Alþingi.

[10:48]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek undir orð þeirra þingmanna sem hafa beðið um skýrslu og fagna því að hæstv. forseti ætli að gefa skýrslu þegar í dag. Ég verð að segja varðandi þetta mál að það er grafalvarlegt að upplýst skuli vera að tölvu hafi verið komið fyrir með þeim hætti að rökstuddur grunur sé um að það hafi átt að nota hana með ólögmætum hætti til að tengjast tölvuneti Alþingis.

Það sem skiptir máli er að lögreglan var kölluð til og málið var rannsakað á þeim tíma. Það var ekki hægt að upplýsa neitt um málið og það er alltaf ákvörðun á þeim tíma hvernig eigi svo að fara með upplýsingarnar, hvort upplýsa eigi mál opinberlega eða ekki. Ég tel að kominn sé tími til að gera það. Þetta birtist í blöðunum í dag og ég vara við því að fyrir fram sé verið að bera fram (Forseti hringir.) ásakanir eða farið í einhvers konar nornaveiðar en það verður að halda áfram að vinna að þessu máli.