139. löggjafarþing — 70. fundur,  3. feb. 2011.

eftirlitshlutverk Alþingis og seðlabankastjóri.

[11:02]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir að þegar seðlabankastjóri mætti á fund nefndarinnar hafi hann mætt þar sem seðlabankastjóri og beri þá að svara spurningum í samræmi við það sem lög og reglur heimila honum. Ég þekki ekki alveg þetta tiltekna mál. Hér er verið að segja að hann hafi mætt í einhverju öðru hlutverki til nefndarinnar, sem stjórnarformaður einkahlutafélags, en ég ítreka að við skulum fara saman yfir lög og reglur í þessu efni. Ég hef sett af stað nefnd sem á að skoða hvort rétt sé að setja lög og reglur um einkavæðingu fyrirtækja, hvort skoða þurfi betur eigandastefnu ríkisins og styrkja þar reglur og skoða verklag bankanna við sölu fyrirtækja, hvort þörf sé á að herða þær reglur o.fl. Ég er svo sannarlega tilbúin í að skoða það með þinginu hvort við eigum ekki að opna það betur. Það á auðvitað að ríkja eins mikið gegnsæi í þessu og mögulegt er þó að í ákveðnum tilvikum þurfi að tryggja bankaleynd.