139. löggjafarþing — 72. fundur,  15. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[17:37]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svo sannarlega get ég tekið undir þetta, sérstaklega í ljósi þess, eins og ég benti á í fyrra andsvari, að vegna tilkomu Actavis hér á landi er lánshæfi Íslands rýrt í heilu lagi. Þeir sem standa að baki Actavis eru sömu leikendur og stóðu að baki Landsbankanum en hæstv. fjármálaráðherra leggur til með frumvarpi þessu að Íslendingar allir borgi skuldir óreiðumanna. Þetta eitt er óásættanlegt.

Mig langar í seinna andsvari mínu, af því að hv. þm. Þór Saari kom aðeins inn á það, að spyrja hvað honum finnst um að farið sé í þriðja sinn af stað með þetta Icesave-frumvarp og lagt til að þessu verði komið á íslenska skattgreiðendur þegar sú staðreynd blasir við að sakamálarannsókn á Landsbankanum stendur yfir. Samkvæmt öllum réttarvenjum hér á landi (Forseti hringir.) er óheimilt að gangast við ábyrgð sem er ólögleg samkvæmt lögum og þar sem sakamálarannsókn fer fram er eitthvað gruggugt undir niðri, eins og þingmaðurinn veit.