139. löggjafarþing — 72. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[02:06]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Út af þessu síðasta sem hv. þingmaður vísaði til má sennilega halda því fram að af milljarðinum mundu 700 milljónir renna aftur til ríkisins í formi beinna og óbeinna skatta þannig að ríkið sér nú um sig að þessu leyti (Gripið fram í.) eins og menn þekkja. (Gripið fram í.)

Hin hliðin á þessu er svo gjaldmiðlamálin, þá þarf að fá peninga að utan, það þarf að skipta íslenskum krónum í erlenda gjaldmiðla til að standa skil á þeim greiðslum sem gert er ráð fyrir í þessum samningi. Ef um háar upphæðir verður að ræða hefur þetta áhrif á stöðu gjaldmiðilsins, ég held að það geti enginn velkst í vafa um það. Þarna liggja ákveðnir áhættuþættir sem (Forseti hringir.) enginn okkar getur kannski sagt til um með vissu hvernig muni þróast.