139. löggjafarþing — 74. fundur,  16. feb. 2011.

umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

471. mál
[18:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki heyrt embættismenn segja í mín eyru að hér þyrfti að taka upp nýjar stofnanir áður en við gengjum í Evrópusambandið, t.d. í landbúnaðarkerfinu. Hins vegar þarf að vera til áætlun um það hvernig við ætlum að byggja slíkar stofnanir upp.

Ég hef líka heyrt að embættismenn í landbúnaðarráðuneytinu telji okkur þurfa að njóta aðstoðar sérfræðinga í Evrópusambandinu til að segja okkur nákvæmlega hvernig þessi uppbygging á að vera. Þeir vita það nefnilega en ekki við. Það þýðir ekki að við þurfum að breyta áður en við förum inn. Ég veit ekki hvort ég get ætlast til þess að hv. þingmaður skilji mig, mér sýnist á svipnum á honum að hann geri það ekki og það verður þá svo að vera.