139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

uppbygging í atvinnumálum.

[10:52]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Varðandi það síðasta liggur fyrir niðurstaða ríkisstjórnarinnar að vinna að friðlýsingu Gjástykkis. Þeirri ákvörðun hefur ekki verið breytt.

Varðandi hitt málið sem hv. þingmaður nefndi, að það hefðu verið fleiri en hún sem hefðu haft það á orði sem hún nefndi í ræðustól hygg ég að það sé nærri lagi að þarna hafi verið 30 manns. Ég þori næstum að fullyrða að það hafi e.t.v. verið þrír til fjórir sem voru með einhverjar athugasemdir í átt við það sem hv. þingmaður nefndi. Þeir voru ekki fleiri. Flestir sem þarna voru inni leyfðu sér að hafa þá trú, sem menn ættu að gera, að hafa einhverja trú á framtíðina í þessu samfélagi, að hægt sé að byggja upp samfélag, að hægt sé að byggja upp atvinnulífið. Sóknarfærin eru mörg (Gripið fram í.) og ég fór yfir þau öll á þingi Viðskiptaráðs í gær.

Hv. þingmaður tekur Björn Val sér til fyrirmyndar í sjávarútvegsmálum (Forseti hringir.) og horfir til tillagna sem hann er með í því efni. Ég get sagt hv. þingmanni (Forseti hringir.) að við sem erum að vinna að þessum málum, þar á meðal Björn Gíslason og auðvitað flokkarnir báðir, erum ekkert fjarri hvert öðru í því efni, (Forseti hringir.) ef hv. þingmaður (Forseti hringir.) sættir sig við þá niðurstöðu. Flokkarnir tveir ekki svo langt hvor frá öðrum í því efni.