139. löggjafarþing — 75. fundur,  17. feb. 2011.

framkvæmd þjónustusamnings við Menntaskólann Hraðbraut.

380. mál
[16:36]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kveð mér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta í framhaldi af þeirri ótrúlegu uppákomu sem varð hér áðan þegar þingmaður kom í ræðustól með persónulega árás á mig, brá gjörsamlega út af umræðuefni fundarins og fór með dylgjur og brigsl. Það er kveðið á um það í 78. gr. þingskapalaga hvernig eigi að bregðast við þegar svona gerist. Af því tilefni óska ég eftir því að forsætisnefnd fari yfir ummæli þingmannsins og þessa uppákomu og bregðist við í samræmi við tilefnið.