139. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2011.

þingsályktunartillaga um skipun stjórnlagaráðs.

[15:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er rangt að fræðimenn hafi sagt að þingsályktunartillagan fari gegn 2. gr. stjórnarskrárinnar. Enginn fræðimaður hefur sagt að málið sé ekki á valdi Alþingis. Hins vegar hafa fræðimenn lýst skoðun sinni á því hvað þeir mundu hugsanlega gera, svo sem eins og margt annað fólk í þjóðfélaginu. Það vill svo til að samkvæmt stjórnarskránni er það löggjafarvaldsins að ákveða, það er fræðimanna að fabúlera.