139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[18:44]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eiginlega óþarfi fyrir mig að koma hingað upp vegna þess að hv. þingmaður vakti mjög greinilega athygli á því sem ég ætlaði að vekja athygli á sem er þetta: Sjálfstæðisflokkurinn er á móti stjórnlagaþingi, Sjálfstæðisflokkurinn er fullur vandlætingar, Sjálfstæðisflokkurinn er algjörlega steinhissa á því að við skulum ekki koma okkur saman um að fara þá leið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill.

Það er það sem alltaf stendur upp úr. Þess vegna er ekki hægt að tala saman í þessum þingsal vegna þess að eina skoðunin sem á að gilda er skoðun Sjálfstæðisflokksins.