139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[19:22]
Horfa

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hlýt að vísa til greinargerðar með þingsályktunartillögunni. Ég vísa aftur til þess að hér er verið að fara sömu leið og alsiða er, þó þannig að ef þessi þingsályktunartillaga yrði samþykkt, hv. þingmaður, sem ég vona svo sannarlega að verði, þá yrði það kannski ein fyrsta þingsályktunartillaga um útgjöld af þessu tagi sem væri með þeim hætti að útgjöldin eru samþykkt um leið. Hér er ekki um ný útgjöld að því leyti að ræða að á fjárlögum hefur Alþingi sett til hliðar fé til endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Hér er verið að leggja til að það fé verði nýtt með tilteknum hætti. Það er alsiða. (Forseti hringir.)