139. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2011.

varastöð ríkislögreglustjóra á Akureyri.

504. mál
[16:41]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég mun kynna mér þessi mál nánar. Ég þekki þetta ekki svo vel að ég treysti mér í ítarlega umræðu um málið. En eftir því sem ég fæ skilið er aðstaðan þarna fyrir hendi og nýtist sem sú varastöð sem lögreglan taldi að til hefði staðið að stofna á sínum tíma og uppfyllir þannig þau skilyrði sem þá voru sett.

Ég ítreka að ég mun kynna mér málið nánar. Ég er alveg sammála hv. þingmanni um að við þurfum að hafa öll neyðarúrræði í góðu lagi.