139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

staða ríkisstjórnarinnar.

[14:36]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég þakka að sjálfsögðu umhyggjuna og það er rétt að ef þessi atburður hefði laskað ríkisstjórnarsamstarfið eða gert meiri hluta hennar mjög tæpan hefði það verið áhyggjuefni okkur öllum sem er annt um velferð ríkisstjórnarinnar. Ég tek því þannig að hv. fyrirspyrjandi sé í þeim hópi, vilji ekki neina upplausn eða losaragang hér á málum, (Gripið fram í.) — þá hefði verið ástæða til að hafa áhyggjur. Sem betur fer er svo ekki, ríkisstjórnarsamstarfið stendur sterkum fótum, fullur trúnaður ríkir milli flokkanna, forustumanna flokkanna og þingflokkanna, og þingmeirihlutinn er nægjanlega traustur til þess að byggja á honum áfram.