139. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[19:05]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég skal alveg gefa hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins það að í hvert einasta skipti sem þeir hafa farið gegn tillögum að breytingum á stjórnarskrá hafa þeir gert það með þeim orðum að þeir séu aldeilis fylgjandi breytingum á stjórnarskrá. Það hefur alltaf fylgt með. Því hefur alltaf verið haldið til haga af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. (Gripið fram í.) Þetta er ein leiðin, hóflegri leið en bindandi stjórnlagaþing, sem ég taldi að við hefðum náð sátt um í þingsal að bæri að fara, ráðgefandi stjórnlagaþing. Það var inntak ræðu minnar, og ég hef lesið grein Sigurðar Líndals, að þessi leið er okkur opin.

Þá kemur á daginn að hinir miklu hugsjónamenn og áhugamenn um breytingar á stjórnarskrá, sem hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru, eru þá bara á móti þessu ferli líka. Þeir eru á móti þessu ferli líka og vilja fara í sama gamla farið um einhvers konar stjórnlaganefnd sem hefur ekki skilað neinum áþreifanlegum (Forseti hringir.) árangri til stjórnarskrárbreytinga í lýðveldissögunni, því miður. (Forseti hringir.) Þetta tel ég bara vera málefnalegt og ég ætla að fara yfir í grein (Forseti hringir.) Sigurðar Líndals hér á eftir.