139. löggjafarþing — 100. fundur,  28. mars 2011.

beiðni um fund í utanríkismálanefnd.

[15:35]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Það er sjálfsagt að verða við ósk um að boða til fundar í utanríkismálanefnd, ég mun reyna að gera ráðstafanir til þess að það geti orðið í dag. Það væri að vísu heppilegt að hæstv. utanríkisráðherra gæti verið á þeim fundi en mér er kunnugt um að hann er nú á leið úr landi. (Gripið fram í.) Ég mun kanna hver gegnir embætti fyrir hann á meðan og reyna að verða við þeirri beiðni þannig að hægt sé að halda fund síðar í dag eða í kvöld.