139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

stjórnlagaþing.

644. mál
[17:38]
Horfa

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég get ekki verið honum sammála um að hér sé um lausung að ræða í lagasetningu. Ég tel reyndar betra en ekki að fella úr lagasafninu lög sem ekki hafa gildi eða eiginlega merkingu lengur, eins og hér er lagt til. Ég vil taka skýrt fram að það var rætt í hv. allsherjarnefnd og kemur skýrt fram í nefndaráliti meiri hlutans með þingsályktunartillögunni um skipan stjórnlagaráðs að meiri hlutinn hygðist, ef þingsályktunartillagan fengi framgang, leggja fram frumvarp það sem hér er. Það kemur því ekki á óvart.