139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

stjórnlagaþing.

644. mál
[17:41]
Horfa

Flm. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég get lítið gert annað en endurtekið það sem ég sagði áðan. Við töldum ekki eðlilegt að leggja til að lög þessi yrðu felld úr gildi fyrr en eftir að Alþingi hefði tekið afstöðu til þingsályktunartillögunnar. Meiri hluti allsherjarnefndar tók skýrt fram að það væri ætlun flutningsmanna þessarar tillögu.