139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:13]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Í gær hlustaði ég á danskan umtalaðan hagfræðing færa okkur þau alþekktu sannindi að hér, eins og annars staðar á norðurhveli jarðar, væri að koma vor. Nú kemur hæstv. forsætisráðherra og segir okkur að það sé ríkisstjórninni að þakka, þegar komið er fram í miðjan apríl, að styttist í vorkomuna.

Umræðurnar í dag færa okkur heim sanninn um að stjórnarliðið lifir í gerviheimi fjarri raunveruleika almennings. Á meðan ríkisstjórnin dregur upp glansmyndir blasir við almenningi kolsvartur raunveruleikinn, landflótti, kjaraskerðingar, varanlegt atvinnuleysi 15 þúsund manna, gjaldþrot fyrirtækja og almennings. Fólkið í landinu hefur fyrir löngu yfirgefið ríkisstjórnina. Við höfum séð það í kvöld að nú yfirgefa þingmennirnir hana líka. Ég segi já.