139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

fæðingar- og foreldraorlof.

748. mál
[16:54]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir spurningarnar. Af því að ég hef hér formann og fleiri félaga úr félags- og tryggingamálanefnd treysti ég á að þeir taki spurningarnar með mér og hjálpi mér að svara þeim þegar þangað er komið. Ég skil þetta þó klárlega þannig að með langveiku barni sé átt við það barn sem bætur eru hugsanlega greiddar vegna í tengslum við fæðinguna en ekki vegna annarra barna. Það er minn skilningur og ég treysti á að sá skilningur verði þá skerptur við afgreiðslu málsins í nefnd.

Sama gildir með starfslokin, fæðingarorlof er ákveðinn réttur sem er bundinn við ákveðinn tíma og hann hverfur ekki við ákveðin starfslok eða greiðslur. Það er ekki hægt að taka greiðsluna á sama tíma. Það er áfram minn skilningur, en eins og ég segi treysti ég á að félags- og tryggingamálanefnd skoði þessi mál sérstaklega þannig að hún leiti a.m.k. að réttri niðurstöðu og að þessi túlkun mín fáist þá staðist eins og lagafrumvarpið er.

Ég tel mikilvægt að fólk sem er á 12 mánaða biðlaunum fái ekki skerðingu á fæðingarorlofi sem því nemur.