139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

707. mál
[12:19]
Horfa

Ósk Vilhjálmsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna þessu frumvarpi um breytingu á lögum um vernd og friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Ég hef sjálf ferðast mikið um slóðir hreindýra og hef komið að illa útlítandi dýrum sem hafa verið skotin þar sem menn hafa ekki hitt í mark. Ég tel afar mikilvægt og það er til mikils að vinna að setja mjög skýrar reglur fyrir veiðimenn og leiðsögumenn þannig að ég tel að þetta sé mjög af hinu góða. Það er ekki mjög fjölbreytilegt dýralíf á Íslandi. Hreindýrin hafa verið hér frá 1771 og voru nær útdauð á landinu þar til lítill stofn fannst inni á Kringilsárrana. Þetta er ekki stór stofn. Við þurfum að stíga mjög varlega til jarðar. Ég fagna þessum tillögum og styð þær eindregið.