139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[14:40]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Það rifjast kannski upp fyrir ýmsum að þegar óheillaákvörðunin var tekin um ákæruna á hendur Geir H. Haarde var það m.a. gert á grundvelli svokallaðrar skýrslu þingmannanefndar. Hver var kjarninn í þeirri skýrslu? Bætt vinnubrögð, góður undirbúningur og veita ekki einhver afbrigði eða afslátt á þeim vinnubrögðum.

Mér finnst í raun og veru fara vel á því að menn afhjúpi sig svona og leggi fram mál sem snertir landsdóm með þeim vinnubrögðum að tvöföld afbrigði þurfi til, greiða þarf atkvæði tvisvar sinnum til að veita afbrigði svo málið komist á dagskrá.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn þessu en verði þetta samþykkt munum við taka þátt með málefnalegum hætti í umræðunni hér á eftir.