139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:08]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir það sem kom fram í svari hans. En mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að það geti verið að ástæðan fyrir því að annar stjórnarflokkurinn leggur mikið upp úr því að þetta frumvarp komi fram geti haft eitthvað með Evrópusambandið að gera. Er það ástæðan?

Vinstri grænir virðast alla vega ekki vera hoppandi glaðir með það að frumvarpið skuli komið fram. Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir fór vel og vandlega í gegnum það að ýmislegt er við þetta frumvarp að athuga og mig langar að velta því upp: Getur verið að það sé Evrópuást Samfylkingarinnar sem ræður hér för?