139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:39]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tel rétt að við ræðum þetta mál, enda var einhver harðasta gagnrýnin sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Stjórnarráðið og hér er verið að taka á þeim álitaefnum sem hún vakti athygli á.

Hvað varðar fyrri staðhæfingu þingmannsins langar mig að segja þetta: Ef hún telur að skýrara hæfnismat á ráðningar í Stjórnarráðinu og faglegri ráðningar og að skilið sé betur á milli pólitískra ráðninga og annarra ráðninga sé kratavæðing er ég mjög ánægður með kratana mína.