139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:11]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni og ég notaði aldrei orðið „léttúð“. Ég hef aldrei verið ósammála því að lögum sé breytt ef þess gerist þörf. Hvort þau eru betri eða verri fyrir að vera 40 eða 50 ára gömul skal ég ekki um segja.

Það er augljóst og hefur verið viðurkennt í umræðunni að þarna er opnuð heimild til að flytja stjórnarmálefni milli ráðuneyta á ríkisstjórnartíma viðkomandi ríkisstjórnar. Það kom skýrt fram í máli hv. þm. Magnúsar Orra Schrams og hefur komið fram víðar. Til þess er leikurinn gerður.