139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:34]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ásmundi Einari Daðasyni fyrir andsvar hans. Það er rétt hjá hv. þingmanni, ég er hér ný sem varaþingmaður. Mín tilfinning er sú að ég held að það sé ekki hollt fyrir neinn að ráða einn. Ég held að það sé alltaf hollt að halda vel á málum, þú þurfir að sannfæra fólk í kringum þig og auðvitað er ekki verið að tala um það í þessu frumvarpi að hæstv. forsætisráðherra geti bara ákveðið með einu pennastriki hvernig hlutirnir eigi að vera. Samt sem áður, þetta býður hættunni heim. Ég ætla ekki hæstv. forsætisráðherra að hún fari að ráða hér öllu og traðka á samráðherrum sínum en þetta býður hættunni heim.