139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[17:19]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég var að vonast til þess að hv. þm. Jón Gunnarsson mundi hafa kjark til þess að nefna þó þau nöfn sem þingflokksformaður Framsóknarflokksins hefur ekki kjark til að gera og hefur ekki haft í þessari umræðu í dag þrátt fyrir að eftir því væri gengið.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann muni verða við væntanlegri beiðni Framsóknarflokksins í kjölfar þessarar tillögu að bera vitni í málinu. Hann hefur lýst ákveðinni upplifun sinni af þessu máli í þingsal og á göngum þingsins. Það berast öll bönd að því að hv. þingmaður sé herra A, eins og getið er um í greinargerð tillögunnar hjá framsóknarmönnum. Er hann tilbúinn til að bera vitni í málinu, hefur hann það fram að færa eins og hann sagði áðan að hann sé tilbúinn til að standa við orð sem hann hefur heyrt, og er hann þá gott vitni og traust um það sem Framsóknarflokkurinn og flutningsmenn tillögunnar vitna til (Forseti hringir.) í greinargerð með þessari fáránlegu tillögu?