139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[18:01]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem orðið er svona stutt á milli okkar hv. þingmanns, bara einn Breiðafjörður, vil ég taka undir að það vekur vissan ugg ef þróunin yrði sú að menn færu að gera út minnstu bátana til að komast inn í kerfið, menn stýrðu þróuninni í þá átt. Ég held að sá sé ekki tilgangurinn með kerfinu.

Ég vil taka það skýrt fram að gagnrýni á þessa hugmynd mína hefur verið sú að þá yrði bara framsal á þessa daga um leið. En við erum að breyta því. Við erum að afnema framsal og framsal mundi að sjálfsögðu ekki vera á þessum dögum. Einhverjir aðrir yrðu að koma til og breyta því síðar meir.