139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:27]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Það er skemmtileg tilbreyting að lenda í svörum í andsvörum. Af þessu tilefni hv. þingmanns vil ég segja að þetta rekst hvað á annars horn. Svo furðulegt sem það er standa stjórnarflokkarnir að því, Vinstri græn og Samfylkingin, um þessar mundir að innleiða nýtt kvótakerfi í íslensk lög. Þetta kerfi er ekki í fiskveiðum, heldur viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losun gróðurhúsalofttegunda. Hvernig er það byggt upp? Nákvæmlega eins og kvótakerfið var á sínum tíma. Það er úthlutað ókeypis framseljanlegum viðskiptaheimildum.

Svo þegar við ræðum fiskveiðar er farið að umturna því á alla vegu undir þeim formerkjum að það eigi að treysta byggð í landinu. Það er mjög undarlegt að heyra hvernig það á að gerast.

Ég vil víkja örlítið að stefnu Framsóknarflokksins því að þar er líka vikið að nýsköpun, nýliðun og því að (Forseti hringir.) auka byggðatengdar aðgerðir. Hvernig sér hv. þingmaður þetta gerast?