139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:26]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta voru tvær spurningar og ég ætla að fá að svara þeim með … (Gripið fram í.) — kemur á eftir.

Í fyrsta lagi vil ég segja: Nei, að sjálfsögðu ekki. Þó að við náum sátt um veiðigjaldið þá erum við að innleiða kerfisbreytingu með nýtingarsamningum. Það finnst mér vera aðalatriðið í málinu. Það er lykilatriðið til að við getum farið með málið áfram. Þetta er sama nálgun og við beitum í vatnsaflinu og jarðhitanum, þ.e. aðilar mega koma inn, einkaaðilar eða ekki, og nýta auðlindina. En við skulum gæta að því að samningar séu tímabundnir og greitt sé skynsamlegt gjald fyrir afnot. Það finnst mér vera lykilatriðið í því frumvarpi sem hér er og það er þess vegna sem ég setti ákveðna fyrirvara við málið í meðferð þingflokksins en taldi að vegna þess að við værum að koma með kerfisbreytingu og kynna hana fyrir þingheimi og almenningi væri vel þess virði að gera svo.

Þess vegna tel ég — nú er tími minn búinn. Ég ætla að halda áfram á eftir.