139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[01:01]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ítreka mikilvægi þess að stjórnarflokkarnir nái samstöðu um málið vegna þess að meðan menn vita ekki hvert þeir stefna, þ.e. stjórnarflokkarnir tveir, geta aðrir þingflokkar ekki komið að málinu og sagt já eða nei. Ég tel þetta lýsandi dæmi um það stefnuleysi og stjórnleysi sem er hjá hæstv. ríkisstjórn, hún veit ekki hvert hún er að fara í neinu einasta máli, frú forseti. Það er mjög bagalegt og hættulegt fyrir þjóðina vegna þess að hæstv. ríkisstjórn á að leiða þjóðina að ákveðnu marki. Hún gerir það bara ekki. Þetta gagnrýni ég mjög kirfilega og legg til að forseti reyni að koma á sáttum milli stjórnarflokkanna.