139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:34]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þar sem hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vitnaði áðan í ræðu mína og forseti gerði ekki athugasemdir, þá var ekki alveg hárrétt með farið þegar hv. þingmaður talaði um hagfræðiúttektina og þau orð sem ég sagði í því. Ég sagði að grunnatriðin, sú kerfisbreyting að tryggja að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu alveg óskoruð þjóðareign og ráðstöfun þeirra í höndum ríkisins, sú grundvallarkerfisbreyting sem þar væri, væri í sjálfu sér grundvallaratriðið.

Hins vegar með einstök útfærsluatriði, þá yrði það í sjálfu sér skoðað og m.a. væri hagfræðiúttektin til þess að fara yfir það. En grundvallarkerfisbreytingin sem þarna væri um að ræða væri svo aftur það mál sem ég var að leggja áherslu á. Ég vil bara að það komi fram, herra forseti, svo að aðrir fari ekki að taka þennan misskilning upp og rangtúlka hann.