139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[15:09]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Eins og hv. þm. Jón Gunnarsson benti réttilega á er sjómannadagshelgin að ganga í garð og ég hefði viljað biðla til forseta um að hann beitti sér fyrir því að fundum færi að ljúka hvað úr hverju. Hér er verið að ræða mál sem snertir afkomu um 30 þús. Íslendinga sem eru að fara að halda upp á atvinnu sína, getum við sagt, sem er haldið upp á á sjómannadag og um sjómannadagshelgina. Mér finnst fullkomin vanvirðing við þetta fólk að við ætlum að ræða inn í sjómannadagshelgina þá grundvallarbreytingu sem er að verða á atvinnugrein þessa fólks.