139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

varamaður tekur þingsæti.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur bréf frá hv. 11. þm. Reykv. n., Merði Árnasyni, dagsett 3. júní, um að hann geti ekki sótt fundi á næstunni af persónulegum ástæðum. Óskar hann eftir því að 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykv. n., Baldur Þórhallsson prófessor, taki sæti á meðan.

Baldur hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. gr. þingskapa.

 

[Baldur Þórhallsson, 11. þm. Reykv. n., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]