139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2011.

680. mál
[17:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri að sjálfsögðu engar athugasemdir við staðfestingu þess samkomulags sem hér liggur fyrir. Ég vildi hins vegar spyrja hv. formann utanríkismálanefndar af þessu tilefni um stöðuna í makrílviðræðum Íslands við þessa aðila, a.m.k. suma þeirra og hvort staðan í þeim viðræðum hafi komið á borð utanríkismálanefndar nýlega.

Ljóst er að af af hálfu alla vega sumra aðila innan Evrópusambandsins er látið mjög ófriðlega vegna þessa máls og hafðar hafa verið uppi hótanir gagnvart Íslendingum út af því. Mismikið bit er í þeim hótunum en hins vegar hefur komið fram í opinberum umræðum, m.a. á vettvangi Evrópuþingsins að margir þingmenn þar hafa látið málið sig varða. Ég velti því fyrir mér hvort utanríkismálanefnd hafi tekið stöðuna á málinu nýlega og hvað hafi þá komið fram.