139. löggjafarþing — 148. fundur,  10. júní 2011.

kosning átta manna og jafnmargra varamanna í landsdóm til sex ára, skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm.

[10:49]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við tilnefnum og kjósum nú í landsdóm. Að mínu mati hefur það sýnt sig að Alþingi er vanhæft til að fjalla um mál af þessu tagi. Því lýsi ég mig algerlega ósammála því að Alþingi sjálft tilnefni enn og aftur í landsdóm. Ég óska þess við þingheim að við getum á komandi þingi tekið okkur saman í þessu máli og lagt niður landsdóm þannig að ekki þurfi að koma til annarra eins dómsmála og nú eru í farvatninu á hendur hæstv. fyrrverandi forsætisráðherra Geir H. Haarde.

Frú forseti. Ég tel Alþingi vanhæft til að taka á málum sem þeim sem fjalla á um í landsdómi og ég skora á þingheim að taka af skarið sem einn maður og leggja niður landsdóm á komandi þingi.