139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

grein um skólabrag í grunnskólalögum.

[11:17]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Því er auðvitað til að svara varðandi Olweusar-verkefnið og önnur slík sem hafa fest rætur í skólakerfinu og hafa gengið vel að þau verða auðvitað hluti af þeirri nálgun sem hér er til umfjöllunar. Ég þekki Olweusar-verkefnið ágætlega af eigin reynslu sem móðir þannig að ég ber mikið traust til þess og þeirrar sýnar sem þar er lögð til grundvallar.

Varðandi eftirfylgni og mat á því hvernig innleiðingunni vindur fram er því til að svara að eftirfylgni og mat á skólastarfi er gríðarlega stórt verkefni sem verður að taka heildstætt á. Við höfum verið að ræða í mennta- og menningarmálaráðuneytinu með hvaða hætti við tryggjum að gæði menntunarinnar séu sem best og gerum það með því að efla bæði ytra og innra mat á skólastarfi, þar með talið þessa þætti.