139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fór mjög vandlega yfir þetta í ræðu minni og ég gat tæpast klárað það svar á einni mínútu eða minna en það. Við erum einfaldlega að gera ríkisstjórninni, sem situr í umboði Alþingis, kleift að auka sveigjanleikann, að laga sig að þeim verkefnum sem við stjórninni blasa og auka möguleikana á því að bregðast við mismunandi aðstæðum sem upp kunna að koma. Það er meðal annars það sem lagt var til í þeim skýrslum og tillögum sem ég fjallaði um í framsöguræðu minni, að auka viðbragðshraða og sveigjanleika innan stjórnsýslunnar en gera hana um leið formfastari og öflugri.