139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

frumvarp um Stjórnarráðið.

[10:48]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Málið er í meðförum þingsins. Eftir því sem ég best veit liggur fyrir fjöldi breytingartillagna við frumvarpið og umræður um það. Það kemur til lýðræðislegrar afgreiðslu þingsins og þegar það kemur í heild sinni fram kemur í ljós hvernig hver og einn greiðir atkvæði.

Ég tek alveg undir áherslur hv. þingmanns, bæði landi og þjóð er mikilvægt að hafa mjög öflugt og sýnilegt sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, ráðuneyti sem undirstrikar mikilvægi þessarar atvinnugreinar sem við nutum kannski ekki hvað síst í enduruppbyggingunni eftir hrunið. Menn sjá kannski hversu mikilvægt það er að vera með öflugan sjávarútveg, öflugan landbúnað, öfluga matvælavinnslu og þar af leiðandi líka sterkt og sýnilegt og sjálfstætt (Forseti hringir.) ráðuneyti í þessum málaflokki.