139. löggjafarþing — 161. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:13]
Horfa

Forseti (Álfheiður Ingadóttir):

Forseti vill taka fram að það stendur ekki til að hefta málfrelsi þingmanna. Það getur reynst erfitt að segja nákvæmlega til um það hversu lengi þingfundur muni standa þegar svo margir óska eftir því að ræða fundarstjórn forseta eins og nú hefur orðið raunin á í fulla hálfa klukkustund og eitthvað betur.

Nú tekur til máls hv. 1. þm. Norðvest. Ásbjörn Óttarsson og mun forseti fresta umræðum að loknu hans máli og því sem fylgir, sem eru væntanlega andsvör og hugsanlega umræður um fundarstjórn forseta.