139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar til að spyrja hv. þingmann í ljósi þessarar umræðu hvort honum sýnist að verið sé að taka á íslenskri stjórnsýslu og hvernig honum sýnist það vera gert miðað við niðurstöðu skýrslu sem hann skrifaði ásamt Frederic Mishkin árið 2006 um fjármálastöðugleika á Íslandi og fjallaði ef ég man rétt að hluta til um stjórnsýsluna og stofnanir íslenska ríkisins.