139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:47]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins til að fylgja eftir því sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson var að tala um. Ég er algjörlega sammála hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur að náttúrlega er ekkert að því að falla frá orðinu, nákvæmlega á sama hátt og það er ekkert að því, svo ég taki dæmi, að banki kaupi hlutabréf í sjálfum sér. En ef hann gerir það á skipulegan hátt til að hækka verðið er það einhvers konar misnotkun og ef stjórnarliðar falla á skipulegan hátt frá orðinu til að stytta andsvaratíma þeirra sem eru í ræðustól er það misnotkun á nákvæmlega sama hátt.