139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:19]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki mikil áhrif á það hvernig þetta mál verður klárað í þinginu, en eins og allir vita og við sem hér erum eru leiðtogar stjórnmálaflokkanna að ræða saman um hvernig væri hugsanlegt að lenda því. Ég veit ekki nákvæmlega hver sú staða er.

Ég verð að segja fyrir mína parta að það stendur a.m.k. minna út af en hefur gert. Málið var upprunalega óboðlegt með þessa 2. gr. og ekki hægt að samþykkja það með henni óbreyttri. Ég held að það sé kannski best að lausnamiðað fólk fari fyrst og fremst í að ræða saman til að lenda þessu máli eins og mörgum öðrum erfiðum málum sem við höfum lent á hinu háa Alþingi. Við höfum klárlega getuna til þess, það er spurning um viljann. Ég vona að hann komi í ljós fyrr en síðar.