139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:45]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst miður ef ég hef sært tilfinningar hv. þm. Róberts Marshalls í þessu. Ég ætla ekki að fara að segja að starfið innan nefndarinnar hafi verið ómálefnaleg, það sem ég er að tala um er aðdragandi málsins, á hverju þetta er byggt. Mér finnst það ómálefnalegt af hálfu ríkisstjórnarinnar að koma hingað með frumvarp og þvaðra um að þetta standist og sé í samræmi við rannsóknarnefnd Alþingis og þetta sé í samræmi við þingmannanefndina þegar svo er ekki. Þar er meginlínan efla þingið, ekki framkvæmdarvaldið.

Svo kemur ríkisstjórnin hér, eflaust reynir allsherjarnefnd að lagfæra frumvarpið og lappa upp á, og segir að það þurfi að klára þetta af því að það þurfi að koma þessu í gegn og þetta sé allt saman byggt á grundvelli rannsóknarnefndarinnar. Ef þetta er ómálefnalegt er það bara þannig en ég er algjörlega ósammála því að þetta sé ómálefnalegt. Þetta er einfaldlega gagnrýni á allt vinnulagið í þessu máli sem öðrum.

Varðandi nefndina, (Forseti hringir.) starfið innan hennar og þær breytingar sem áttu sér stað þar, ég kem (Forseti hringir.) að því í síðara andsvari mínu.